Körfubolti: Höttur kominn með tvo sigra á Fjölni

Höttur hefur unnið báða fyrstu leikina gegn Fjölni í undanúrslitum fyrstu deildar karla í körfuknattleik. Mikið var skorað í öðrum leiknum, líkt og þeim fyrri.

Höttur vann með einu stigi á Egilsstöðum á föstudagskvöld en hafði mun betri tök á leiknum þegar liðin mættust í Grafarvogi í gærkvöldi.

Í fyrsta leikhluta var staðan jöfn 16-16 þegar við tók góður kafli Hattar sem breytti henni í 17-26 og var síðan yfir 23-31 eftir leikhlutann.

Snemma í öðrum leikhluta jafnaði Fjölnir í 33-33 en Höttur skoraði þá sex stig í röð og var síðan 49-59 yfir í hálfleik.

Fjölnir skoraði ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik meðan Höttur setti tíu stig. Munurinn var þar með orðinn 20 stig, 49-69 og þá forustu náði Fjölnir aldrei að minnka að ráði. Eftir leikhlutann var staðan 72-95 og lokatölurnar 96-118.

Stigaskorun Hattar var nokkuð jöfn í gærkvöldi. Þeir David Guardia og Matej Karlovic skoruðu þó mest, 24 stig hvor.

Liðin mætast aftur á Egilsstöðum á fimtmudagskvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslit og sigurvegarinn þar í úrvalsdeildina. Í hinum undanúrslitum jafnaði Álftanes einvígi sitt gegn Sindra með 81-76 sigri á Álftanesi í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.