Körfubolti: Höttur getur tryggt sig í úrslitakeppnina

Höttur getur komist í úrslitakeppni Íslandsmóts körfuknattleiks karla í fyrsta sinn ef liðið sigrar ÍR á Egilsstöðum í kvöld. Þjálfari liðsins segir alla leikmenn fullkomlega heila heilsu, sem sé sjaldgæft þegar þetta langt er liðið á tímabilið.

„Við erum spenntir fyrir leiknum og ætlum að halda áfram að skrifa sögu körfuknattleiksdeildar Hattar,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins.

Hattarliðið hefur þegar náð mikilvægum markmiðum í vetur. Það stærsta náðist fyrir viku þegar liðið tryggði sér áframhaldandi veru í úrvalsdeild karla með sigri á Breiðabliki. Um leið féll ÍR en KR var þegar fallið. Áður hafði liðið komist í undanúrslit bikarkeppninnar.

Viðar segir leikmannahópinn í góðu standi fyrir kvöldið. „Það eru allir leikfærir. Það er sjaldan sem allir eru fullkomlega leikfærir svona seint á tímabilinu.“

Leikurinn hefst klukkan 19:15. Frítt er inn í boði VÍS. „Við vonumst eftir fullu húsi og mikilli stemningu. Síðan er það okkar að standa okkur og fá fólkið með. Vonandi gengur það allt upp.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.