Körfubolti: Hetti spáð öðru sætinu

Hetti er spáð öðru sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik í vetur af forráðamönnum liðanna í deildinni.

Spá þeirra var birt í hádeginu í dag. Haukum, sem féllu með Hetti í vor, er spáð fyrsta sætinu sem tryggir sæti í úrvalsdeildinni næsta tímabil.

Liðin í 2. – 5. sæti spila um annað laust sæti. Á eftir Hetti komu Sindri, Álftanes og loks Fjölnir.

Spáin kemur þó kannski frekar seint út þar sem tvær umferðir eru búnar af deildinni og styrkur liðanna aðeins farinn að koma í ljós.

Höttur hefur unnið báða sína leiki en á föstudag lagði liðið Selfoss 87-104 á útivelli. Höttur hafði undirtökin allan tímann, var 18-24 yfir eftir fyrsta leikhluta og 38-41 í hálfleik.

Í seinni hálfleik dró í sundur. Höttur var 61-68 yfir eftir þriðja leikhluta. Selfoss náði að minnka muninn í 70-74 snemma í fjórða leikhluta en seinni hluta hans stakk Höttur af.

Arturo Fernandez var stigahæstur hjá Hetti með 23 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.