Körfubolti: Hetti spáð falli

Bæði forráðamenn félaga og fulltrúar fjölmiðla spá Hetti falli úr úrvalsdeild karla í vetur. Keppnistímabilið hefst næsta fimmtudag.

Spá formanna, þjálfara og fyrirliða annars vegar og fjölmiðla hins vegar fyrir úrvalsdeild og fyrstu deild var birt í dag. Í báðum spám er Höttur í næst neðsta sætinu með Þór Akureyri fyrir neðan sig.

Ekki er samhljómur milli spánna um hvernig verða Íslandsmeistarar. Fjölmiðlafólk spáir Tindastóli titlinum en hinir Stjörnunni. Mjög lítill munur er á milli liðanna í báðum tilfellum.

Spárnar eru sömuleiðis samstíga um að það verði Haukar og Þór Þorlákshöfn sem verði liðin sem helst geti dregist inn í fallbaráttuna við Hött og Þór.

Tímabilið hefst fimmtudaginn 1. október og á Höttur fyrsta leik en leikur liðsins gegn Grindavík á Egilstöðum hefst klukkan 18:30.

Höttur var eina liðið sem fór upp úr fyrstu deild karla en liðið var efst í deildinni er keppni henni var hætt í mars vegna Covid-faraldursins. Úrslitakeppnin var þá enn eftir.

Liðið hefur styrkt sig nokkuð í sumar, meðal annars fengið til sín miðherjann Sigurð Gunnar Þorsteinsson og bandaríska bakvörðinn Shavar Newkirk. Þeir spiluðu báðir hálftíma í æfingaleik gegn Tindastóli í gær sem tapaðist 87-77. Dino Stipcic var stigahæstur leikmanna Hattar með 17 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.