Orkumálinn 2024

Knattspyrna: Tvö valin í unglingalandsliðin

Þau Björg Gunnlaugsdóttir og Kristófer Máni Sigurðsson, bæði úr Hetti, hafa verið valin til æfinga með íslensku ungmennalandsliðunum í knattspyrnu.

Kristófer Máni á ekki enn að baki meistaraflokksleik enda valinn í U-15 ára liðið. Hann er hins vegar meðal 28 leikmanna sem valdir hafa verið til æfinga í lok næstu viku.

Björg á hins vegar að baki 20 leiki með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni auk fjögurra leikja með U-16 ára landsliðinu fyrr á þessu ári.

Hópurinn hjá U-17 ára liðinu telur 24 leikmenn. Æfingarnar í byrjun næstu viku eru liður í undirbúningi fyrir verkefni fyrri hluta ársins. Það tekur þátt í æfingamóti í Portúgal snemma í febrúar en spilar svo í forkeppni Evrópumótsins í mars.

Mynd: Unnar Erlingsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.