Knattspyrna: Mark í uppbótartíma tryggði Leikni stig

Leiknir náði í dýrmætt stig í fallbaráttunni í annarri deild karla í knattspyrnu með 2-2 jafntefli gegn Kára á Akranesi um helgina. Einherji vann mikilvægan heimasigur í þriðju deild en er enn í þröngri stöðu.

Kári komst í 2-0 strax eftir átta mínútur en Stefán Ómar Magnússon minnkaði muninn á 26. mínútu. Inigo Albizuri jafnaði fyrir Leikni á 93. mínútu.

Stigið var Leikni dýrmætt því með því er tryggð áframhaldandi sex stiga munur milli liðanna því Leiknir er í 10. sætinu með 15 stig og ofan falls en Kári þar á eftir í fallsæti. Fjarðabyggð er neðst með fimm stig og tapaði 5-0 fyrir toppliði Njarðvíkur um helgina.

Í þriðju deild karla tapaði Höttur/Huginn fyrir Víði á heimavelli í gær. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 89. mínútu. Höttur/Huginn er áfram efst í deildinni með 35 stig og 8 stiga forskot á næstu lið, sem flest eiga leiki til góða.

Einherji vann Augnablik 5-2 á Vopnafirði þar sem Ismael Moussa skoraði þrennu. Gestirnir skoruðu fyrsta markið á áttundu mínútu en Ismael jafnaði á 28. mínútu og Alejandro Barce kom Einherja yfir tíu mínútum síðar.

Kópavogsliðið jafnaði á 62. mínútu en Isamel kom Einherja yfir strax sex mínútum síðar. Stefan Balev skoraði á 83. mínútu og Ismael innsiglaði þrennuna fimm mínútum síðar.

Einherji er í tólfta sæti deildarinnar því neðsta, með 13 stig, en fallbaráttan er jöfn því aðeins eru þrjú stig upp í níuna sæti.

Deildarmeistarar Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í annarri deild kvenna luku deildarkeppninni með sínu fyrsta jafntefli í sumar gegn Einherjá Vopnafirði í gær. Taryn Siegele kom Vopnafjarðarliðinu yfir á 37. mínútu en Alexandra Taberner jafnaði á 64. mínútu. Einherji er síðan í 9. sæti deildarinnar með 10 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.