Knattspyrna: Luku Lengjubikar á sigri

Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis lauk keppni í B-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu með 3-0 sigri á Augnabliki í Fjarðabyggðarhöllinni um helgina.

Austfjarðaliðið komst yfir strax á tíundu mínútu með marki Ainhoa Plaza. Tvö mörk komu síðan í seinni hálfleik. Björg Gunnlaugsdóttir skoraði á 54. mínútu og Linli Tu tíu mínútum síðar.

Með sigrinum lyfti Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir sér upp úr botnsæti deildarinnar. Liðið var eitt fjögurra sem vann tvo af sjö leikjum sínum, Fjölnir náði að auki í tvö jafntefli en Grindavík og Augnablik fengu jafnmörg stig og austanliðið. Haukar enduðu á botninum. Næsta verkefni liðsins er Mjólkurbikarinn eftir tvær vikur.

Knattspyrnufélag Austfjarða (KFA), nýsameinað lið Leiknis og Fjarðabyggðar, er úr leik í bikarkeppni karla eftir 2-0 tap gegn Sindra á Höfn á laugardag. Mörkin komu eftir um klukkustundar leik.

Höttur/Huginn verður í pottinum þegar dregið verður í 32ja liða úrslit, sem leikin verða eftir mánuð. Í þeirri umferð bætast lið úr tveimur efstu deildunum við.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.