Knattspyrna: KFA byrjaði á stórsigri

Knattspyrnufélag Austfjarða burstaði Fjallabyggð 6-1 í fyrstu umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu um helgina. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er kominn í 16 liða úrslit bikarkeppni kvenna.

Stórsigurinn var ekki í augsýn í hálfleik þótt KFA hefði byrjað með marki Vice Kendes strax á 11. mínútu. Fjallabyggð jafnaði á 32. mínútu en þremur mínútum síðar var KFA komið í 2-1 með marki Zvonomir Blaic.

Marteinn Már Sverrisson skoraði þriðja markið á 63. mínútu og Esteban Selpa það fjórða á 68. mínútu, rétt áður en honum var skipt út af. Marteinn Már skoraði sitt annað mark á 77. mínútu og loks var það Danilo Milenkovic í uppbótartíma.

Höttur/Huginn tapaði 1-0 fyrir Völsungi á Húsavík á föstudag. Markið var skorað eftir um klukkutíma leik.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir hefndi fyrir það á sunnudag með að slá Völsung úr leik í bikarkeppni á sunnudag. Sofia Lewis skoraði á 27. mínútu og Natalie Cooke á 34. mínútu. Dregið var í 16 liða úrslitunum í gær. FHL tekur á móti úrvalsdeildarliði FH um hvítasunnuhelgina.

Um næstu helgi fer liðið suður til Grindavíkur og þar í Lengjudeild kvenna. Í annarri deild kvenna mætir Einherji KH. Höttur/Huginn fær Víking Ólafsvík í heimsókn en KFA spilar gegn Þrótti Vogum. Spyrnir mætir til leiks í fimmtu deildinni á sunnudag og heimsækir KM.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.