Knattspyrna: Jafntefli hjá KFA og Hetti/Huginn

Knattspyrnufélag Austfjarða og Höttur/Huginn skildu jöfn þegar liðin mættust í annarri deild karla á föstudagskvöld. Spyrnir og FHL unnu sína leiki en Einherji tapaði um helgina.

Það var Víðir Freyr Ívarsson sem kom Hetti/Huginn yfir á 39. mínútu en Estaban Selpa jafnaði á 66. mínútu og þar við sat í Fjarðabyggðarhöllinni.

KFA er eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað leik, er í fjórða sæti með níu stig úr fimm leikjum. Höttur/Huginn er í 9. sæti með fimm stig úr fimm leikjum.

Heiðar Logi Jónsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Spyrnir vann SR 3-1 í B-riðli 5. deildar. Spyrnir hefur náð í sex stig úr fjórum leikjum og er um miðjan riðilinn.

FHL vann Augnablik 4-1 á heimavelli í Lengjudeild kvenna. Jafnt var í hálfleik en Natalie Cooke kom FHL yfir strax á 5. mínútu. Í seinni hálfleik skoruðu þær Rósey Björgvinsdóttir á 49. mínútu, Sofia Lewis á 53. mínútu og loks Björg Gunnlaugsdóttir á 64. mínútu. Liðið er í fimmta sæti með sex stig úr fimm leikjum.

Einherji tapaði í Hafnarfirði fyrir Haukum í annarri deild kvenna 3-0. Mörkin komu á sex mínútna kafla, tvö rétt fyrir leikhlé og það þriðja strax eftir það. Einherji er í fjórða sæti með níu stig úr sex leikjum.

Mynd: Jón Guðmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.