Knattspyrna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir tapaði á marki í uppbótartíma

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir lauk keppni í B deild Lengjubikars kvenna með 3-2 tapi gegn HK á laugardag. Tveir nýir spænskir leikmenn komu við sögu í leiknum.

Liðin börðust lengi síðasta sumar um að komast upp í úrvalsdeild kvenna en tókst að lokum hvorugu. HK byrjaði betur og skoraði tvö mörk með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleik.

Í hálfleik komu tveir nýir leikmenn inn á, sem komu frá Spáni í síðustu viku, þær Alba Prunera og Barbara Perez.

Á 51. mínútu minnkaði Natelie Cooke muninn úr vítaspyrnu og sjö mínútum síðar jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir. Í uppbótartíma skoraði landsliðskonan fyrrverandi, Guðmunda Brynja Óladóttir sigurmark HK.

FHL endaði í 6. – 7. sæti deildarinnar með sex stig úr tveimur sigurleikjum. Næsta verkefni liðsins er bikarleikur gegn Einherja á fimmtudagskvöld. Fyrsti leikurinn í Íslandsmóti verður svo gegn KR 1. maí.

Mynd: Unnar Erlingsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.