Knattspyrna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir áfram í bikarnum

Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis vann í gærkvöldi Einherja 2-0 í fyrstu umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni.

Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fyrst Björg Gunnlaugsdóttir á 20. mínútu og svo Halldóra Birta Sigfúsdóttir tíu mínútum síðar. Þegar hefur verið dregið í annarri umferð. FHL tekur á móti Völsungi þann 7. maí.

Deildarkeppni byrjar hjá austfirsku liðunum á mánudag. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir tekur á móti KR í Lengjudeildinni en Einherji spilar gegn ÍH í Hafnarfirði í annarri deild.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.