Kastmót í kuldanum

Frjálsíþróttadeild Hattar gekkst í gær fyrir kastmóti fyrir iðkendur sínar. Tvo tíma tók að ryðja snjó af vellinum fyrir mótið.

Rúmlega fjögurra gráðu frost var á Egilsstöðum þegar mótið byrjaði á hádegi í gær. Keppt var í tveimur greinum, kúluvarpi og sleggjukasti.

Mótið fór framá sérstöku kastsvæði ofan við Vilhjálmsvöll. Byrjað var klukkan 10 um morguninn að moka snjó af vellinum en daginn áður var kasthringurinn sjálfur gerður klár.

Bestum árangri dagsins náði Birna Jóna Sverrisdóttir þegar hún kastaði sleggjunni 43,32 metra í sínu öðru kasti. Það er hennar besti árangur í móti. Íslandsmetið í flokki 13 ára er 44,94 metrar og var sett á móti á Selfossi í fyrra sumar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.