Karlaliðið úr leik í bikarkeppninni í blaki

Karlalið Þróttar Neskaupstað er úr leik í bikarkeppninni í blaki. Seinni forkeppni bikarkeppninnar fór fram á Akureyri um helgina þar sem spilað var um tvö laus sæti í undanúrslitum keppninnar.

 

ImageÞróttur tapaði fyrir HK og KA en vann Grindavík, Hamar og Hrunamenn. Það dugði ekki til, HK og KA fóru í undanúrslitin en Þróttur varð í þriðja sæti. Kvennaliðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni bikarsins sem fram fer í Laugardalshöll í næsta mánuði.

Kvennalið Þróttar varð bikarmeistari árið 2008 og komst í úrslit í fyrra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar