Íbúar Fljótsdalshéraðs hvattir til að hjóla með strákunum síðasta spölinn

„Strákarnir eru mjög spenntir og tilbúnir í slaginn,“ segir Haddur Áslaugsson hjólaþjálfari, um lið fjögurra ungra hjólreiðakappa frá íþróttafélaginu Þristinum sem heldur tekur þátt í WOW cyclothon.


Nú á þriðjudaginn halda fjórir ungir hjólreiðakappar, úr ungmennafélaginu Þristi, af stað frá Reykjavík í WOW cyclothon en það er hjólreiðakeppni þar sem hringvegurinn er hjólaður eða alls 1358 km.

Það eru þeir Unnar Aðalsteinsson, Rafael Rökkvi Freysson, Dagnýr Atli Rúnarsson og Pétur Örn Jónsson sem skipa liðið, en þeir eru allir fjórtán ára. Er þetta þriðja árið í röð sem Þristurinn er með lið í keppninni.

„Þetta er bara eins og að fara á stórt íþróttamót, en þarna hitta skrákarnir aðra keppendur af öllu landinu,“ segir Haddur.

Hjólað verður af stað frá Reykjavík um miðjan dag á þriðjudag og áætlað er að vera á Egilsstöðum aðfaranótt föstudags. „Það væri nú ekki leiðinlegt ef íbúar Fljótsdalshéraðs myndu hvetja sína menn og jafnvel hjóla með þeim síðasta spölinn,“ segir Haddur.

Hér verður hægt að fylgjast með keppendum allan tímann. Hægt er að heita á liðin og rennur það sem safnast til Landsbjargar að þessu sinni.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.