Höttur í undanúrslitum Lengjubikars kvenna

hottur_volsungur_kvk.jpg
Höttur mætir Haukum í undanúrslitum C-deildar Lengjubikars kvenna á morgun. Fjarðabyggð hampaði nýverið Síldarvinnslubikarnum í knattspyrnu.

Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 13:30 á Framvellinum í Safamýri í Reykjavík. Höttur komst í úrslit keppninnar með því að verða í öðru sæti þriðja riðils á eftir Völsungi.

Höttur vann Fjarðabyggð/Leikni 2-0 um síðustu helgi með mörkum Fanndísar Óskar Björnsdóttur og Örnu Óttarsdóttur. Áður hafði liðið tapaði 3-1 fyrir Völsungi en unnið Tindastól 0-5 þar sem Magdalena Anna Reimus skoraði þrennu.

Fjarðabyggð/Leiknir varð í þriðja sæti riðilsins með eitt stig eftir markalaust jafntefli við Tindastól.

Ekkert austfirsku liðanna komst áfram í Lengjubikar karla. Fjarðabyggð var næst því í þriðja riðli B deildar þar sem liðið varð jafnt Fjallabyggð að stigum. Norðlendingarnir komust áfram á markatölu.

Fjarðabyggð vann hins vegar Síldarvinnslumótið, Austurlandsmót meðal meistaraflokka karla. Fjarðabyggð fékk 13 stig en Höttur tíu var í öðru sæti með tíu. Liðin hefja leik í Íslandsmótinu eftir viku. Tvær vikur eru í keppni í 1. deild kvenna og þriðju deild karla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.