Höttur tapaði báðum leikjunum gegn KFÍ

fsu_hottur_karfa_30102011_0021_web.jpgKFÍ kom til Egilsstaða og vann báða leikina gegn Hattarmönnum um síðustu helgi helgina. Ísfirðingar höfðu yfirburði í fyrri leiknum en sá seinni var jafnari.

 

Í fyrri leiknum, sem var á föstudeginum, náðu KFÍ menn forustunni snemma og héldu henni nokkuð örugglega. Þeir voru 42-31 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var svo nokkuð svipaður og var sigur KFÍ manna aldrei í hættu og lokatölur urðu 95-71.

Hattarmenn byrjuðu seinni leikinn af krafti og voru yfir 27-21 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var ekki alveg jafn góður en KFÍ náði með góðum endaspretti að laga stöðuna og var hálfleikstaðan 48-46 Hattarmönnum í vil.

Í seinni hálfleiknum voru KFÍ mun sterkari og náðu forustunni frekar snemma og létu hana ekki af hendi sér það sem af leið leiks. Eftir þriðja leikhluta var staðan 73-67. Hattarar sýndu góða baráttu í lokin og hefðu með smá heppni geta fengið eitthvað útúr þessum leik en Ísfirðingar reyndust og sterkir og urðu lokatölurnar 99-95 þeim í vil.

Ísfirðingar eru á toppnum eftir að hafa unnið alla 9 leiki sína á tímabilinu á meðan Höttur deilir þriðja sætinu með Breiðablik sem þeir heimsækja einmitt í síðustu umferðinni fyrir jól föstudaginn 16. desember.

Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var vonsvikinn með helgina og sagði að fyrsti leikurinn hefði tapast á of mörgum mistökum og slæmri nýtingu sem þeir náðu þó að laga í seinni leiknum og að þeir hefðu getað stolið sigrinum í lokin. Hann talaði einnig um að mikilvægt væri að vinna Breiðablik í næsta leik til þess að vera í góðri stöðu um jólin. Hann var mjög ánægður með stuðningsmenn Hattar í báðum leikjunum.

Mike Sloan var sem fyrr atkvæðamestur í liði Hattar í báðum leikjunum og var með 29 stig í fyrri leiknum og 43 í seinni leiknum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.