Höttur kominn með miðherja fyrir úrvalsdeildina

Höttur hefur samið við miðherjann Nemanja Knezevic um að leika með liðinu næstu árin. Hann hefur undanfarni fimm ár leikið með Vestra á Ísafirði.

„Við erum mjög spenntir fyrir að fá Nemanja. Hann hefur verið lengi á Íslandi, frábær í fyrstu deildinni og sannaði sig í vetur í úrvalsdeildinni þar sem hann tók flest fráköst. Það er atriði sem við vorum í brasi með gegn hávaxnari liðum,“ segir Viðar Örn Hafseinsson.

Knezevic er 35 ára gamall Svartfellingur, 205 sentimetrar á heið. Auk þess að leika með Vestra hefur spilað í Bosníu, Spáni og Serbíu auk heimalandsins. Hann tók að meðaltali 12,1 fráköst í leik í úrvalsdeildinni í vetur, skoraði 12,2 stig og var með þrjár stoðsendingar. Hann er væntanlegur austur ásamt fjölskyldu sinni í lok sumars.

Vestri féll úr deildinni í vor en Höttur fór upp í stað þess. Síðan hefur verið unnið að því að setja saman leikmannahóp fyrir næstu leiktíð. Viðar segir að byggt verði áfram á sama kjarna. Þannig sé búið að semja við Bandaríkjamanninn Tim Guers auk þess sem Spánverjarnir David Guardia, Juan Luis og Arturo Fernandez hafi verið með samninga.

Af leikmönnum síðasta vetrar er aðeins ljóst að Matija Jokic fari frá liðinu en Viðar segir að nokkrir aðrir hugsi sér til hreyfing, einkum vegna háskólanáms. Verið sé að horfa eftir fleirum sem styrkt geti liðið.

„Við höfum ekkert fast í hendi þótt við höfum heyrt í leikmönnum. Við værum til í að styrkja okkur aðeins en við munum vinna áfram með sama kjarna og þurfum púsl sem passa við hann.“

Höttur semur við Nemanja Knezevic um að leika með liðinu næstu árin. Nemanja sem hefur síðustu 5 ár leikið með Vestra á Ísafirði er væntanlegur austur á Hérað í lok sumars með konu sinni og barni.

Mynd: Körfuknattleiksdeild Hattar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.