HK lagði Þrótt á heimavelli: Myndir

img_2138.jpgHK vann Þrótt á Neskaupstað í Mikasa-deildinni í blaki kvenna laugardaginn 3. desember.

 

Þróttur er búinn að fá Elmu Eysteinsdóttur til liðs með sér í vetur en hún spilaði sinn fyrsta leik með Þrótti á móti Ými fyrir sunnan.

Hk byrjaði leikinn betur og vann fyrstu hrinuna 25:18. HK var yfir nær allan tímann í annarri hrinu en Þrótta-stelpurnar héngu samt sem áður í þeim allan tímann. Í stöðunni 20:17 tók Þróttur sig loksins á. Heimamenn náðu þa forskotinu og unnu hrinuna 24:26. Spennan í þriðju hrinu var óbærileg og liðin voru nokkuð jöfn þar til í stöðunni 23:21. Þá tókst HK-stelpum að síga fram úr og vinna hrinuna 25:21. HK kláraði svo leikinn með sigri í síðustu hrinunni 25:20.

Fríða Sigurðardóttir var stigahæst HK-stelpna með 16 stig. Elma Eysteinsdóttir var stigahæst Þrótta-stelpna með 19 stig en Helena Kristín Gunnarsdóttir var með 15.

 

img_2140.jpgimg_2150.jpgimg_2203.jpgimg_2185.jpgimg_2187.jpgimg_2205.jpgimg_2207.jpgimg_2221.jpgimg_2228.jpgimg_2229.jpgimg_2231.jpgimg_2240.jpgimg_2267.jpgimg_2272.jpgimg_2293.jpgimg_2294.jpgimg_2295.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.