Hetti skellt tvisvar í Lengjubikar: Fullt af verðlaunum í frjálsum: Myndir

mi_11_14_frjalsar_uia_0018_web.jpg

Höttur tapaði illa fyrir Val og FH í efstu deild Lengjubikars karla í knattspyrnu um helgina. Körfuknattleiksliði félagsins gengur öllu betur því það náði öðru sætinu í fyrstu deild. Hans Kjerúlf hampaði Ormsbikarnum í ístölti, Þróttur vann Stjörnuna í fyrstu deild kvenna í blaki og keppendur UÍA stóðu sig vel á meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára.

 

Körfuknattleiksliðið náði hinum langþráða öðru sæti, sem veitir heimaleikjarétt í úrslitakeppninni, með 91-120 sigri á ÍG í Grindavík á föstudagskvöld. Hattarliðið var með öruggt forskot allan leikinn. Mike Sloan átti enn einn stórleikinn, skoraði 31 stig en hann er stigahæstur í deildinni. Viðar Örn Hafsteinsson skoraði 24 stig, Trevon Bryant 19 og Kristinn Harðarson 16.

Höttur komst með sigrinum upp fyrir Skallagrím. Bæði liðin eru með 22 stig en Borgnesingar eiga leik til góða gegn ÍG á föstudag. Lokaumferðin verður leikin föstudaginn 9. mars en Höttur tekur þá á móti Breiðablik á heimavelli.

Knattspyrnulið Hattar fór í sína fyrstu ferð suður til Reykjavíkur í Lengjubikarnum. Leikið var gegn úrvalsdeildarliðunum FH á föstudagskvöldi og Val á sunnudegi. Staðan gegn FH var jöfn 1-1 í hálfleik en eftir það rúlluðu Hafnfirðingarnir yfir Egilsstaðaliðið og unnu 7-1. Steinar Aron Magnússon skoraði mark Hattar.

Valsmenn unnu 5-0 eftir að hafa verið 2-0 yfir með tveimur skallamörkum eftir föst leikatriði í hálfleik. Hlíðarendaliðið bætti við þremur mörkum á síðasta korterinu en Hattarmenn notuðu alla sína varamenn. Þeir áttu nokkrar fínar skyndisóknir í fyrri hálfleik en leikurinn datt niður í þeim seinni.

Tólf keppendur frá UÍA tóku þátt í meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss í aldursflokknum 11-14 ára í frjálsíþróttahöllinni í Laugardag um helgina. Halla Helgadóttir úr Hetti vann til þrennra verðlauna, hún varð önnur í 800 metra hlaupi og þriðja í langstökki og hástökki 11 ára. Daði Þór Jóhannsson, Leikni, varð þriðji í 800 metra hlaupi 12 ára. Þá varð sveit UÍA í flokki 14 ára pilta þriðja í 4x200 metra boðhlaupi.

Þróttur vann Stjörnuna 3-0 fyrstu deild kvenna í blaki í Neskaupstað á laugardag. Hirnunarnar fóru 25-10, 25-14 og 25-12. Góður varnarleikur lagði grunninn að sigrinum. Hulda Elma Eysteinsdóttir var stigahæst í liði Þróttar með 13 stig.

Miklar mannabreytingar hafa orðið á Þróttarliðinu síðan það vann þrefalt í fyrra. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar og berst fyrir því að eiga raunhæfan möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn. Liðið leikur næst heima gegn Ými úr Kópavogi 10. mars.

Fjarðabyggð er efst í Síldarvinnslumótinu í knattspyrnu eftir 6-0 sigur á Sindra um helgina. Hákon Þór Sófusson skoraði tvisvar fyrir liðið. Næst verður leikið í mótinu 21. mars.

Hans Kjerúlf, hestamaður frá Reyðarfirði og Stórval frá Lundi sigruðu í opnum flokki í töltu á Ístölti Austurlands sem haldið var á Móavatni við Tjarnarland um helgina. Hans og Stórval unnu einnig í B-flokki. Norðanmaðurinn Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Gígja frá Litla-Garði sigruðu A-flokkinn. Hrönn Hilmarsdóttir og Vífill frá Íbishóli sigruðu tölt áhugamanna og Katrín Birna Barkardóttir og Hrollur frá Grímsey sigruðu tölt 16 ára og yngri.
 
mi_11_14_frjalsar_uia_0010_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0007_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0026_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0030_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0034_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0038_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0039_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0044_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0049_web.jpg 
mi_11_14_frjalsar_uia_0054_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0056_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0059_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0071_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0080_web.jpgmi_11_14_frjalsar_uia_0087_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0011_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0014_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0019_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0029_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0036_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0046_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0047_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0054_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0068_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0076_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0090_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0100_web.jpghottur_valur_lengjubikar_26022012_0062_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.