VG - kosningar - sept 2021

Heimir Þorsteinsson ósáttur við erlendan umboðsmann

Í júlí fékk Fjarðabyggð til sín tvo Búlgara til að styrkja liðið í botnbaráttunni í 2. deild karla í knattspyrnu. Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, ber umboðsmanni leikmannanna ekki vel sögu og segir félagið sitja eftir með sárt ennið.


Búlgararnir verða sendir aftur heim um helgina en þá hafa þeir aðeins verið í tæpan mánuð hjá liðinu. „Þetta er alveg óboðlegt, ég er hundóánægður með þetta. Það er rosalega vont að fá svona sendingar,“ sagði Heimir Þorsteinsson í samtali við fotbolti.net en hann segir að annar leikmannanna hafi verið meiddur þegar hann kom til landsins og hinn ekki í formi. Hann segir að félagið muni aldrei aftur eiga í viðskiptum við umboðsmann leikmannanna. „Við hentum þessum umboðsmanni út um gluggann og hann kemur ekki nálægt okkar liði framar.“


Þá mun Fjarðabyggð einnig missa varnarmanninn Stefan Kladar sem hefur verið fastamaður í liðinu í sumar en í gær fékk liðið spænskan leikmann til að fylla skarð Kladars.


Fjarðabyggð hefur verið í miklum erfiðleikum í 2. deild í sumar. Liðið vermir botnsæti deildarinnar án sigurs og aðeins skorað átta mörk í 14 leikjum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.