Orkumálinn 2024

Hattarstúlkur Íslandsmeistarar í gólfæfingum

fimleikar_feb11.jpgÞriðji flokkur stúlkna frá Hetti varð nýverið Íslandsmeistari í gólfæfingum og í öðru sæti í heildarstigakeppninni. Þróttur vann nafna sinn úr Reykjavík í 1. deild kvenna í blaki og Höttur tekur á móti Þór frá Akureyri í körfuboltanum í kvöld. Tveir leikmenn úr bikarmeistaraliði félagsins hafa verið valdir í U-16 ára landsliðshópinn.

 

Þrjú lið frá Hetti kepptu á Unglinga- og Íslandsmóti Fimleikasambandsins sem Stjarnan í Garðabæ hélt. Mótið er stærsta mót vetrarins en liðin voru í 3. 4. og 5. flokki í 1. deild.

Í 5. Flokki, sem er yngsti flokkurinn, lenti lið Hattar í 7. sæti af 16 liðum. Í 4. flokki lenti lið Hattar í 6. sæti  af 18 liðum. Liðið náði bestum árangri á trampólíni og lenti í  2. sæti og munaði aðeins 0,1 að liðið yrði íslandsmeistari á trampólíni.

Í 3. og elsta hópnum lenti Höttur í 2. sæti með  einkunnina 22.00 en Stjarnan rétt hafði Hött á heimavelli  eftir mjög spennandi keppni með einkunnina 22,25 svo aðeins munaði 0.25, þurfti að tvíreikna úrslit mótsins því mjótt var á munum. Í þessum flokki varð Höttur íslandsmeistari í gólfæfingum.

Eftir íslandsmótið var lið Hattar í æfingabúðum í fimleikahúsi Stjörnunnar og var mikil gleði að æfa við slíkan aðbúnað en fimleikadeild Hattar vantar betri aðstöðu til fimleikaiðkunar, að sögn Auðar Völu Gunnarsdóttur, yfirþjálfara deildarinnar. „Miklar framfarir voru hjá krökkunum í æfingabúðunum og mörg ný stökk stokkin.“

Kvennalið Þróttar úr Neskaupstað er í öðru sæti 1. deildar kvenna í blaki eftir 3-0 sigur á Þrótti Neskaupstað á heimavelli um seinustu helgi. Liðin haf oft háð harðar rimmur en að þessu sinni hóf Norðfjarðarliðið leikinn á uppgjöf Helenar Kristínar Gunnarsdóttur og komst í 8-0. Liðið vann hrinurnar 25-12, 25-18 og 25-19.

karfa_breidablik_hottur_0039_web.jpgKörfuknattleikslið Hattar tapaði fyrir Breiðabliki um seinustu helgi 107-93. Blikar voru 30-15 yfir eftir fyrsta fjórðung og 54-43 yfir í hálfleik. Heimamenn stungu af í þriðja leikhluta og unnu hann 30-14. Þar með var leikurinn nánast búinn. Hattarmenn spiluðu ágætlega í seinasta leikhluta og náðu mest að minnka muninn í tíu stig. Daniel Terrell fór á kostum í liði Hattar og skoraði 37 stig. Liðið tekur á móti Þór Akureyri í kvöld klukkan 19:15.

Tveir leikmenn nýkrýndra bikarmeistara Hattar í 10. flokki voru í morgun valdir í U-16 ára landslið Íslands sem tekur þátt í Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð í júní. Þangað halda þeir Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Elvarsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.