Góður sigur Hattar í Njarðvík

hottur_vidir_0049_web.jpgHöttur er í öðru sæti annarrar deildar karla í knattspyrnu eftir 1-3 sigur á Njarðvík um seinustu helgi. Fjarðabyggð réttir úr kútnum eftir erfiða byrjun. Nóg verður um að vera hjá austfirskum knattspyrnuliðum næstu daga.

 

Höttur getur státað sig af því að vera eina taplausa lið annarrar deildarinnar með sigur í báðum leikjum sínum en hefur leikið einum leik færra en flest liðin. Höttur vann Njarðvík á útivelli um seinustu helgi 1-3 með mörkum Elvars Þórs Ægissonar, Antons Ástvaldssonar og Vilhjálms Darra Einarssonar.

Fjarðabyggð er komið á beinu brautina eftir óþægilegt tap í fyrstu umferðinni og vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði ÍH 2-1. Sigurjón Egilsson og Hákon Sófusson skoruðu mörkin.

Heil umferð verður í deildinni á morgun. Höttur tekur á móti Hamri og Fjarðabyggð heimsækir Reynir í Sandgerði. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00.

Í þriðju deild karla vann Sindri Huginn á Höfn í kvöld 3-0. Um helgina gerðu Einherji og Leiknir 2-2 jafntefli á Vopnafirði en Huginn steinlá fyrir Magna á Fellavelli 1-6.

Huginn leikur um helgina fyrsta heimaleikinn þegar liði tekur á móti Draupni klukkan 16:00 á laugardag. Draupnismenn koma einnig við á Fáskrúðsfirði í austurferð sinni um helgina og leika gegn Leikni á föstudagskvöld.

HK/Víkingur gerði góða ferð austur í 1. deild kvenna um helgina. Liðið lagði Hött 0-3 á laugardag og Fjarðabyggð/Leikni 1-3 daginn eftir.

Höttur fer suður um helgina og keppir gegn Keflavík á föstudagskvöld klukkan 19:00 og gegn HK/Víkingi á Kópavogsvelli klukkan 14:00 á sunnudag. Fjarðabyggð/Leiknir heimsækir Sindra í hádeginu á laugardag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.