Góður árangur fimleikafólks á fyrsta móti vetrarins

fimleikar.jpgFimleikadeild Hattar fór á fyrsta mót vetrarins í 1. deild fimleikasambands Íslands um síðustu helgi, þetta var haustmót FSÍ sem haldið var á Selfossi og voru skráðir til leiks 640 keppendur. 

 

Þrjátíu og þrír krakkar fóru til keppni í Landsreglum á aldrinum 10- 19 ára og var keppt í  þremur flokkum. Allir flokkar voru mjög fjölmennir og var hörð keppni í öllum flokkum.

Í 5. flokki (9-12 ára) fengu keppendur brons fyrir samanlagðan árangur en þetta er í fyrsta skipti sem fimleikadeild Hattar hlýtur verðlaun í þessum flokki. 

Í 4. flokki (12-15 ára) voru keppendur með hæstu einkunn á trampólíni allra liða og enduðu í 7 sæti fyrir samanlagðan árangur.

Í 3. flokki (15 ára og eldri) fengu keppendur gull fyrir samanlagðan árangur.

fimleikar3.jpgfimleikar2.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.