Orkumálinn 2024

Góður árangur UÍA á Meistaramóti í frjálsum íþróttum

Um nýliðna helgi fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum á Selfossi. Tveir keppendur kepptu undir merkjum UÍA og stóðu þeir sig báðir vel.

Hin 15 ára gamla Björg Gunnlaugsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann til fjögurra gullverðlauna en þau voru í: langstökki þar sem hún stökk 4,77 metra, 200 metra hlaupi þar sem hún hljóp á tímanum 27,28 sekúndum, 300 metra hlaupi þar sem hún hljóp á 44,54 sekúndum og 600 metra hlaupi þar sem tími hennar var 1 mínúta og 48,74 sekúndur. Þá vann hún einnig til tveggja silfurverðlauna í þrístökki og 100 metra hlaupi. Tími Bjargar í 600 metra hlaupi er nýtt mótsmet.

Viktor Ívan Vilbergsson, keppti í flokki 16-17 ára og stóð sig einnig afar vel. Hann nældi sér í silfurverðlaun í 800 metra hlaupi á tímanum 2 mínútur og 10,68 sekúndur. Þá hlaut hann bronsverðlaun í 1500 metra hlaupi.

Bæði náðu þau lágmörkum í úrvalshóp Frjálsíþróttasambandi Íslands, Viktor í báðum sínum greinum og Björg í 100 og 200 metra spretthlaupi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.