Góður árangur hjá Reyðfirðingum á glímumóti

Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar náðu góðum árangri á hinu árlega grunnskólamóti Glímusambands Íslands um helgina. Í flokknum 10. bekkur strákar röðuðu nemendur úr Grunnskóla Reyðarfjarðar sér í öll þrjú efstu sætin.


Af öðrum flokkum má nefna að nemendur úr Gunnskóla Reyðafjarðar náðu efsta sæti í fjórum flokkum af ellefu á mótinu.
Hér má sjá nöfn þeirra sem náðu efsta sætinu í sínum flokkum.

5. bekkur stúlkur
Alvilda Guðrún Ólafsdóttir Grsk Reyðarfirði
8. bekkur stúlkur
Elín Eik Guðjónsdóttir Grsk Reyðarfirði
6. bekkur strákar, stærri
Einar Bragi Baldursson Grsk Reyðarfirði
10. bekkur strákar
1. Hákon Gunnarsson Grsk Reyðarfirði
2. Þórður Páll Ólafsson Grsk Reyðarfirði
3. Snjólfur Björgvinsson Grsk Reyðarfirði

Mynd: fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.