Glæsimark Jesus dugði ekki til að bjarga Leikni

Leiknir Fáskrúðsfirði sökk enn dýpra inn í fallbaráttu fyrstu deildar karla þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Þór á Akureyri. Leiksins verður hins vegar minnst fyrir glæsimark Jesus Suarez.


Jesus jafnaði fyrir Leikni á 71. mínútu með bylmingsskoti af milli 30 og metra færi. Jesus fékk boltann við miðjubogann eftir að Þórsarar hreinsuðu frá eftir sókn Leiknis, lék honum fram á við og lét vaða.

Heimamenn í Þór skoruðu hins vegar sigurmarkið mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma. Skömmu síðar fékk Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis, rautt spjald fyrir kjaftbrúk.

Leiknir er í næst neðst sæti deildarinnar þegar hún er hálfnuð með sjö stig, fjórum stigum á eftir næsta liði.

Mark Jesus má sjá í meðfylgjandi myndbandi.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar