Frítt í sundlaugar á Austurlandi í dag

Enginn aðgangseyrir er í sundlaugar á Austurlandi í dag, sem og víðast hvar á landinu. Þetta er liður í átaki Geðhjálpar sem stendur nú yfir.

Félagið stendur nú fyrir átakinu G-vítamín á þorra. Markmið þess er að vekja landsmenn til umhugsunar um geðrækt með að gefa þeim heilræði um hvernig þeir geta gleymt sér í dagsins önn.

Markmið þess að hafa frítt í laugarnar i dag er að hvetja landsmenn til hreyfingar. Heildarlista yfir laugarnar má finna á www.gvitamin.is/sund en á Austurlandi taka eftirtaldar laugar þátt í átakinu:

Selárlaug, Vopnafirði
Sundlaugin Egilsstöðum
Sundhöll Seyðisfjarðar
Stefánslaug Neskaupstað
Sundlaug Eskifjarðar
Sundlaugin Fáskrúðsfirði
Sundlaugin Stöðvarfirði
Sundlaugin á Djúpavogi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.