Fótbolti: Þurfum tvö stig að meðaltali í leik til að fara upp

Leiknir Fáskrúðsfirði mætir til leiks í nágrannaslagnum við Fjarðabyggð í annarri deild karla í knattspyrnu sem efsta lið deildarinnar með aðeins einn tapleik á bakinu. Þjálfari liðsins segir að viðhalda þurfi því gengi til að fara upp úr deildinni.

„Ef við ætlum að fara upp þurfum við tvö sig að meðaltali í leik. Við erum á pari við það,“ segir Brynjar Skúlason.

Liðið er með 21 stig úr fyrstu tíu leikjunum, þremur meira en Vestri sem er í öðru sæti. Leiknir lék fyrstu níu umferðirnar án þess að tapa leik en var loks stöðvaður af Vestra um síðustu helgi. Fjarðabyggð er hins vegar fimm stigum frá Leikni í fimmta sæti.

Brynjar er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld á heimavelli Leiknis í Fjarðabyggðarhöllinni. „Ég ætla ekki að segja þér hvernig við leggjum leikinn upp í kvöld nema við spilum á okkar styrkleikum sem hefur skilað okkur góðum árangri.

Ég reikna með spennandi leik. Fjarðabyggð er með traust lið varnarlega og þrjá góða spænska sóknarmenn. Allir okkar leikmenn eru færir nema að Blazo (Lalevic) er heima í fríi.“

Leiknisliðið hefur komið mörgum á óvart en því var ekki spáð góðu gengi fyrir Íslandsmótið. „Í vetur notuðum við þá leikmenn sem voru tiltækir. Margir voru meiddir og við fengum ekki fullt lið fyrr en í maí.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.