Fótbolti: Jafntefli í hröðum og hörðum Austfjarðaslag - Myndir

Ljóst er að Leiknir Fáskrúðsfirði verður í efsta sæti annarrar deildar karla þegar keppni þar er hálfnuð eftir 2-2 jafntefli við Fjarðabyggð í gærkvöldi. Leiknismenn hefðu getað þegið stigin þrjú en það var Fjarðabyggð sem nýtti færi sín betur.

Leiknir komst yfir á 17. mínútu. Fyrirliðinn Arek Grzelak náði góðu hlaupi í áttina að vítateignum og lét hnitmiðað skot vaða niður í hornið fjær.

Færin í fyrri hálfleik voru Leiknis. Daniel Blanco átti skot í stöng úr þröngu færi eftir stungusendingu fimm mínútum eftir markið og aðrar fimm mínútur liðu þar til hann var aftur sloppinn í gegn eftir stungusendingu en að þessu sinni varði Milos Peric, markvörður Fjarðabyggðar frá honum. Peric var líka vel á verði þegar Izaro Sanchez fékk gott færi við markteigshornið vinstra megin á 33. mínútu.

Sóknir Leiknis byggðust upp á snörpum sóknum og ógnvænlegum hraða Sanchez og Blanco. Leiknismenn héldu boltanum á jörðinni og náðu reglulega að stinga honum bakvið vörn Fjarðabyggðar.

Leikaðferð Fjarðabyggðar virtist frekar byggjast upp á löngum boltum fram á Jose Romero sem ætlað var að taka boltann niður fyrir annað hvort Ruben Pastor eða Gonzalo Gonzalez. Það var þó Romero sjálfur sem skoraði jöfnunarmarkið á 44. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, með skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf Mikaels Natans Róbertssonar frá hægri. Leiknismenn fengu eitt færi í viðbót fyrir leikhlé, varnarmenn Fjarðabyggðar komu boltanum frá á línu áður en Peric náði valdi á honum.

Fjarðabyggð þurfti að gera breytingu á liðinu í hálfleik. Jóhann Ragnar Benediktsson slasaðist eftir skallaeinvígi í lok fyrri hálfleiks og í hans stað kom Hafþór Ingólfsson. Aðeins var þó liðin hálf mínúta af hálfleiknum þegar Gonzalo kom Fjarðabyggð yfir með bylmingsskoti.

Fjarðabyggð féll aftar á völlinn eftir markið, freistaði þess að loka svæðum til að hægja á Sanchez og Blanco. Það gekk nokkuð vel, þótt Mikael Natan væri stálheppinn að fá ekki sitt seinna gula spjald þegar hann braut á Sanchez sem var á leið framhjá honum á 53. mínútu.

En móti svo góðum íþróttamönnum getur augnabliks einbeitingarleysi reynst dýrkeypt. Á 83. mínútu sparkaði Bergsteinn Magnússon, markvörður Leiknis, langt fram völlinn. Boltinn skoppaði einu sinni og yfir Júlíus Stefánsson, miðvörð Fjarðabyggðar, sem þar með var lentur á eftir Blanco. Júlíus togaði Blanco niður í teignum og því ekki um annað að gera fyrir Gunnar Odd Hafliðason dómara en dæma víti og reka Júlíus út af. Blanco skoraði úr vítinu og jafnaði í 2-2.

Leiknir reyndi að nýta sér liðsmuninn þær tíu mínútur sem enn voru til stefnu en tókst ekki að skapa sér opin marktækifæri. Besta færið átti Fjarðabyggð þegar Romero, snéri sér leifturhratt í teignum og skaut í utanverða stöngina.

Miðað við seinni hálfleikinn voru jafntefli sanngjörn úrslit en Leiknismenn sjá eftir færunum sem þeir brenndu af í fyrri hálfleik. Leikurinn hraður, bæði lið hafa frábæra sóknarmenn en líka harður þar sem sjö gul spjöld og eitt rautt fóru á loft. Spennustigið var hátt og leikmenn gerðu stundum mun meira úr hlutunum en efni voru til. Stuðningsmenn beggja liða mættu vel og setið var í flestum sætum stúkunnar í Fjarðabyggðarhöllinni.

Eftir leikinn er Leiknir í efsta sæti deildarinnar með 22 stig úr 11 leikjum en elleftu umferðinni, sem markar lok fyrri helmings mótsins, lýkur um helgina. Öruggt er að liðið verður í því sæti þegar sú tólfta hefst en Selfoss hefur þegar minnkað bilið á toppnum og fleiri lið eiga kost á því. Fjarðabyggð er í fjórða sæti með 17 stig en lítill munur er á liðunum nánast niður í næst neðsta sæti.

Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0004 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0012 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0050 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0065 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0068 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0077 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0082 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0093 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0101 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0106 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0107 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0113 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0118 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0119 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0122 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0123 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0125 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0131 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0134 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0146 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0150 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0151 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0154 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0166 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0168 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0172 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0176 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0196 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0200 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0204 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0210 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0213 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0214 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0215 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0219 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0225 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0228 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0230 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0239 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0243 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0249 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0253 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0269 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0273 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0275 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0281 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0285 Web
Fotbolti Leiknir Kff Juli19 0292 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.