Orkumálinn 2024

Fótbolti: Höttur/Huginn kafsigldi KFA – Myndir

Höttur/Huginn virðist hafa tryggt tilveru sína í annarri deild karla í knattspyrnu ár í viðbót eftir 0-5 sigur á KFA í Fjarðabyggðarhöllinni í gærkvöldi. Allt gekk upp hjá gestunum en ekkert hjá heimaliðinu sem voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Spánverjinn Matheus skoraði tvö mörk og lagði upp tvö.

Hann skoraði fyrsta markið á tólftu mínútu. Höttur/Huginn komst inn í útspark Danny El-Hage til hægri, sendu boltann inn í teiginn, þar sem hann var hreinsaður út en þar hafði Matheus betur í baráttunni um annan boltann, lagði hann snarlega fyrir sig og skot niður í hornið.

Tíu mínútum síðar átti hann sendi á framherjann Rafael, sem bolaði frá sér tveimur varnarmönnum KFA áður en hann skaut frábæru skoti niður í hornið.

Þriðja markið kom eftir skyndisókn á 39. mínútu. Gestirnir unnu boltann niður í hægra horninu, komu honum inn á miðjuna á Matheus sem sendi hann út til vinstri á Eið Orra Ragnarsson sem var farinn á fína ferð upp vinstri kantinn. Hann lék í áttina að teignum og lét vaða niður í fjærhornið. Danny í markinu virtist þó hafa átt að gera betur þótt boltinn skoppaði aðeins fyrir framan hann.

Meiri hraði í Hetti/Huginn

Höttur/Huginn var mun sterkara liðið í fyrri hálfleik. Mikill kraftur var í fremstu fjórum mönnum: Rafael, Stefáni Ómari Magnússyni, Hjörvari Sigurgeirssyni og Eið Orra sem ítrekað settu góða pressu á öftustu línu KFA sem gekk ekki vel að spila sig út úr henni. Skyndisóknir, eins og sú sem þriðja markið kom úr, voru vel út færðar.

Aðrir leikmenn fylgdu síðan með þannig að KFA átti fá svæði til að spila inn í. Leikur Hattar/Hugins byggði á hraða, ákefð og sjálfstrausti meðan allar aðgerðir KFA voru hægari. Liðið fékk inn á milli fín skotfæri en hitti fyrir Hjörvar Daða Arnarsson á sínum besta degi í marki Hattar/Hugins.

Í seinni hálfleik róaðist leikurinn. KFA hélt boltanum en Höttur/Huginn lá til baka. Á þeim kafla var lítið um færi. Fjórða markið kom á 68. mínútu. Höttur/Huginn vann boltann á eigin vallarhelmingi, kom honum hratt fram á Rafael sem lagði boltann út fyrir teiginn þar sem Matheus kom og vippaði boltanum í hornið fjær.

Fimmta markið átti Unnar Birkir Árnason á 87. mínútu. Hann komst inn í þversendingu KFA og í gegnum vörn KFA, sem virtist ekki sérlega fljót í aðgerðum sínum, eftir þríhyrningaspil við félaga sinn áður en hann kláraði boltann snyrtilega í markið. KFA fékk síðan kjörið færi í uppbótartíma en enn var Hjörvar tiltækur í marki Hattar/Hugins.

Líklegt er að með sigrinum sé Höttur/Huginn búinn að losa sig úr fallbaráttunni. Liðið er komið upp í 6. sæti með 21 stig, tíu stigum frá fallsæti. Á sama tíma er KFA í basli, hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Liðið er þó enn sjö stigum frá falli þegar fimm umferðir eru eftir.

„Meðan þetta er ekki komið stærðfræðilega er ekkert öruggt en staðan er orðin mun þægilegri heldur en fyrir tveimur umferðum. Við getum því farið að setja okkur önnur markmið en að vera í fallbaráttu út mótið,“ sagði Brynjar Árnason, þjálfari Hattar/Hugins eftir leikinn.

„Besti leikurinn undir minni stjórn“

Hann var að vonum ánægður eftir annan 5-0 sigurinn í röð. „Ég held að þetta sé besta frammistaða liðsins undir minni stjórn. Mér fannst við yfir í öllu frá fyrstu mínútu, baráttu, stemmingu, hlaupum, skipulagi þótt við höfum ekki verið meira með boltann allan leikinn.

Við ákváðum að pressa ákveðin svæði á tilteknum augnablikum, fá þá í ákveðin svæði en loka á önnur. Við pressuðum út frá því en vorum líka duglegir til baka í lágpressunni. Allir lögðu sig fullkomlega fram og leikplanið gekk 100% upp.

Ég held að við höfum átt þetta inni. Við höfum núna leiki sjö leiki í röð án taps og höfðum þar áður átt góða leiki gegn efstu liðunum. Við erum með alla heila í fyrsta sinn í sumar og það er samkeppni um að komast í byrjunarliðið. Andinn í hópnum er góður og allir leggja sig fram á æfingum. Við höfum spilað fínt í sumar, bætt okkur leik frá leik og held við séum að toppa núna,“ bætti hann við.

Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar, þurfti að fara af leikvelli um miðjan seinni hálfleik eftir höfuðhögg. „Hann er hálf vankaður og vissi ekki hver staðan var þegar hann kom út af. Við skoðum hann betur en þetta er ekki fyrsta höfuðhöggið sem hann fær.“

Brynjar Skúlason, þjálfari KFA, baðst undan viðtali strax eftir leik.

Hér að neðan eru mörkin úr leiknum og markvarsla Hjörvars í uppbótartíma auk ljósmynda.

Fotbolti Kfa Hh Agust22 0009 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0011 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0013 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0020 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0023 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0025 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0028 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0036 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0044 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0051 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0054 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0057 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0059 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0060 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0065 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0072 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0075 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0087 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0092 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0103 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0106 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0111 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0116 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0119 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0123 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0125 Web
Fotbolti Kfa Hh Agust22 0131 Web


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.