Fótbolti: Höttur/Huginn bjargaði stigi í uppbótartíma – Myndir

Höttur/Huginn og Knattspyrnufélag Austfjarða gerðu 2-2 jafntefli í Austfjarðaslag á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi. Jöfnunarmark Hattar/Hugins kom í uppbótartíma.

KFA komst yfir strax á þriðju mínútu með marki Adbul Karim eftir klafs í teignum. Leikurinn þróaðist fljótt út í klassískan neðri deildar leik og treyst á líkamlega krafta frekar en mikla boltafærni.

Hættulegustu færi Hattar/Hugins komu eftir föst leikatriði. Á 15. mínútu féll boltinn fyrir Kristófer Einarsson eftir langt innkast Stefáns Ómars Magnússonar en Danny El-Hage varði gott skot Kristófers. Fimm mínútum síðar jafnaði Hjörvar Sigureirsson en boltinn féll fyrir hann eftir innkast Stefáns Ómars. Öðrum fimm mínútum síðar slapp Rafael í gegnum vörn KFA en skot hans fór í stöngina.

Leikaðferð KFA snérist um að koma boltanum upp á Abdul Karim, sem miðverðir Hattar/Hugins áttu í fullu fangi með eða annað hvort beint upp upp á kantana eða þaðan frá Abdul Karim og aftur inn til hans.

Nokkurn vegin þannig var atburðarásin þegar KFA komst yfir á ný á 26. mínútu. Boltinn gekk frá miðjunni út á hægri kantinn þaðan sem kom föst sending inn í teiginn þar sem Adbul Karim rak tána í boltann. Fjórum mínútum síðar fékk Marteinn Már Sverrisson ágætt skotfæri er boltinn fékk fyrir hann í teignum, en skot hans var beint á markvörð Hattar.

Eftir fjörugan hálftíma róaðist leikurinn nokkuð. Síðasta alvöru færið kom þremur mínútum fyrir leikhlé, enn einu sinni eftir langt innkast Hattar/Hugins en Danny varði skotið vel.

KFA færist aftar

Í seinni hálfleik féll KFA aftar á völlinn, Höttur/Huginn var meira með boltann en náði ekki að skapa sér mörg færi. Þvert á móti voru það skyndisóknir KFA sem voru mest ógnandi. Felix Hammond átti ágæta innkomu í liðið. Á 62. mínútu átti hann frábæran snúning í teignum og bjó sér til gott skotfæri en Hjörvar Daði Arnarsson í marki Hattar/Hugins gerði vel í að verja.

Hann fékk fleiri væri, eftir spil upp kantinn á 74. mínútu skaut hann yfir og á 78. mínútu átti Vice Kendes, fyrirliði Fjarðabyggðar, eina af sínum ágætu rispum upp vinstri kantinn og sendi fyrir á Felix sem átti góðan flugskalla en Hjörvar Daði varði vel.

Besta færi Hattar/Hugins fyrri hluta hálfleiksins átti Rafael á 66. mínútu þegar boltinn féll fyrir hann í teignum en skotið fór vel yfir.

Það var einkum síðustu fimm mínúturnar sem sókn Hattar/Hugins tók að þyngjast og þegar komið var fram á lokamínútu venjulegs leiktíma fór liðið aftur að fá hornspyrnur og innköst sem höfðu skilað því bestu færunum í fyrri hálfleik. Þau skiluðu þó ekki jöfnunarmarkinu.

KFA bíður enn eftir sigri

Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma elti Abdul Karim sendingu aftur á Hjörvar Daða. Markvörðurinn sendi boltann fram en það kom ekki fyrir að Abdul Karim færi í tæklinguna. Það fór skiljanlega í skapið á Hjörvari daga en á meðan þeir tveir stóðu í störukeppni í vítateig Hattar/Hugins nýtti heimaliðið sér það pláss sem skapaðist til að fara í sókn. Hún endaði með því að boltinn barst til Rafael vinstra megin í teignum. Skotfærið var ágætt og skotið á rammann en beint á Danny. Sá missti boltann hins vegar fremur klaufalega undir sig og Höttur/Huginn bjargaði stigi.

Höttur/Huginn hefur þar með spilað þrjá leiki í röð án taps sem léttir lundina þar. KFA er hins vegar enn án sigurs, hefur þrisvar misst unninn leik niður í jafntefli.

Að endingu má nefna stuðningssveit KFA sem lífgar upp á stemminguna á leikjum fleiri Austfjarðaliða þetta sumarið. Textagerð og kórsöngurinn fá seint tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna en húmorinn er til staðar, þótt til dæmis óskir um innáskiptingar í dómarateymið eins og í gær hefðu sennilega snarlega gert illt verra. Nærvera stuðningsveitarinnar er þó góð áminning um nokkrir léttir æringjar geta gert fótboltaleik miklu skemmtilegri.

Einherji með yfirburði í fjórðu deildinni

Á sama tíma burstaði Einherji Samherja 1-7 fyrir norðan í E riðli fjórðu deildar karla. Alejandro Barce skoraði þrennu, Maxi Iurcu tvö og þeir Miguel Angel og Rubén Menéndez sitt markið hvor. Á miðvikudagskvöld vann Spynir BN á Fellavelli 3-0. Ármann Davíðsson, Bjarki Sólon Davíðsson og Bjarki Fannar Helgason skoruðu mörkin.

Rólegt verður hjá austfirsku knattspyrnuliðunum um helgina. Eini leikurinn í fjórðungnum er í annarri deild kvenna á sunnudag þar sem Einherji tekur á móti ÍA. Í Lengjudeild kvenna leikur Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gegn Tindastóli á morgun.

Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0004 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0005 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0010 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0015 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0017 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0024 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0026 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0028 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0032 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0034 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0039 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0045 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0055 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0059 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0064 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0067 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0070 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0079 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0085 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0086 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0099 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0101 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0103 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0106 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0111 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0121 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0122 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0136 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0139 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0142 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0143 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0144 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0146 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0155 Web
Fotbolti Hottur Kfa Juni22 0158 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.