Orkumálinn 2024

Fótbolti: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir áfram efst

Nýliðar Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu eru efstar í deildinni eftir fyrstu tvær umferðirnar og Linli Tu markahæst í deildinni. Spyrnir vann sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu þegar liðið snéri aftur til keppni þar eftir fjórtán ára fjarveru.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir mætti Augnabliki á á laugardag. Hin kínverska Linli Tu, sem skoraði þrennu í fyrsta leik, skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Hið fyrra kom á 27. mínútu en hið seinna á 73. mínútu.

Spyrnir spilaði í Íslandsmótinu sumarið 2008 og síðan ekki meir þar til á föstudagskvöld að Máni frá Hornafirði kom í heimsókn á föstudagskvöld. Tveir leikmenn sem spiluðu síðasta leikinn fyrir 14 árum voru í hóp hjá Spyrni, Jörgen Sveinn Þorvaðarson kom inn á um helgina en Östein Gjerde var á bekknum allan tímann.

Þór Albertsson skoraði fyrsta mark Spyrnis á 33. mínútu en Bjarki Sólón Daníelsson bætti við á 63. og 75. mínútu í 3-0 sigri.

Boltafélag Norðfjarðar lék sinn fyrsta leik í Íslandsmóti þegar Einherji kom í heimsókn á fimmtudagskvöld. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimaliðið því Víkingur Pálmason skoraði úr vítaspyrnu strax á fimmtu mínútu.

Síðan súrnaði staða BN. Stefan Balev jafnaði fyrir Vopnfirðinga á 21. mínútu, Alejandro Barce bætti við öðru marki á 40. mínútu, Helgi Már Jónsson á 60. mínútu og Ruben Menéndez á 81.

Bæði austanliðin í annarri deild karla töpuðu sínum leikjum. Höttur/Huginn heima gegn Þrótti Reykjavík, 0-2. Fyrra markið kom úr víti á 77. mínútu, hið seinna í uppbótartíma. KFA tapaði fyrir Haukum í Hafnarfirði 1-0 með marki sem skorað var strax á sjöundu mínútu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.