Fótbolti: Einherji kominn upp í þriðju deildina – Myndir

Einherji er kominn á ný upp í þriðju deild karla í knattspyrnu eftir 5-2 sigur á Siglingaklúbbnum Ými í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar á Vopnafjarðarvelli í gærkvöldi.

Segja má að leikurinn í gærkvöldi hafi verið formsatriði eftir 1-5 stórsigur Einherja í fyrri leiknum. Staða þeirra varð enn betri þegar Alejandro Lechuga kom heimamönnum yfir strax á fimmtu mínútu eftir gott spil.

Eftir þetta voru það hins vegar Ýmismenn sem réðu ferðinni. Þeir höfðu tökin á miðjunni og fengu nokkur þokkaleg færi en jöfnuðu ekki fyrr en á 43. mínútu.

Ingvi Ingólfsson, þjálfari Einherja, gerði breytingar til að reyna að hrifsa miðjuna úr klóm Ýmismanna. Það tók þó sinn tíma en þegar á leið leikinn náðu Vopnfirðingar á tökunum á miðjunni og þar með leiknum.

Þegar á leið sást betur sá leikur sem Einherjamenn hafa sýnt í sumar og lagt grunninn að því að liðið hefur farið taplaust í gegnum fjórðu deildina. Maxim gekk vel að deila boltanum út af miðjunni, kantmennirnir, einkum Lechuga, hrelldu bakverði andstæðinganna, ágæta hápressa á köflum sem skilaði unnum boltum framar á vellinum. Síðast en ekki síst eru Einherjamenn eldri en mörg liðanna í deildinni og því einfaldlega líkamlega sterkari sem skilar sínu.

Þeir voru farnir að herða tökin þegar Maxim Iurcu kom þeim aftur yfir á 66. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti sem var varið. Forustan entist þó ekki nema í mínútu þegar Ýmismenn jöfnuðu úr víti sem dæmt var fyrir hrindingu utarlega í teignum.

Þremur mínútum síðar voru Vopnfirðingar komnir yfir aftur, markið skoraði Stefan Balev sem kom inn í hálfleik. Heiðar Aðalbjörnsson, sem einnig kom inn á þá, kom Einherja í 4-2 með hörkuskoti sem sveif í laglegan boga yfir markvörð Ýmis á 87. mínútu.

Fimmta markið kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Það skoraði Ruben Riesco úr víti. Hann hafði leikið upp vinstri kantinn og gefið inn á teiginn á Balev. Pirraðir Ýmismenn höfðu reynt að brjóta á þeim báðum á leiðinni, en það var loks markvörðurinn sem felldi Balev er hann var á leið framhjá honum.

Einherji er þar með kominn upp aftur í þriðju deildina eftir eins árs veru í fjórðu deildinni. Liðið á einn leik eftir, úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn við Árbæ á Sauðárkróki á laugardag.

Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0004 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0009 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0014 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0018 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0027 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0028 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0029 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0034 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0035 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0038 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0039 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0045 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0050 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0064 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0068 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0069 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0070 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0072 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0074 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0076 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0083 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0089 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0095 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0102 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0106 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0115 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0117 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0119 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0130 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0139 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0142 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0148 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0151 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0159 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0163 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0164 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0165 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0174 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0176 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0178 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0179 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0185 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0189 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0192 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0196 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0198 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0201 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0205 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0207 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0210 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0214 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0231 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0243 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0249 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0256 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0263 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0268 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0271 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0276 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0278 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0282 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0291 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0299 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0302 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0305 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0311 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0319 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0327 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0330 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0338 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0358 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0367 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0390 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0394 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0397 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0400 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0403 Web
Fotbolti Einherji Ymir Sept22 0407 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.