Fjarðabyggð verðlaunar Fjarðabyggð/Hött/Leikni F.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. tryggði sér um nýliðna helgi sæti í 1. deild kvenna að ári með 3:0 sigri á Fram í síðari undanúrslitaleik í úrslitakeppni 2. deildar.

Bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað á síðasta bæjarráðsfundi að verðlauna liðið fyrir árangurinn með peningagjöf til meistaraflokksins upp á 250 þúsund krónur.


F/H/L á eftir að leika einn leik til viðbótar í sumar en hann fer fram í Boganum á Akureyri næstkomandi föstudag þegar liðið mætir Fjölni í úrslitaleik um meistarabikar deildarinnar. „Við förum í alla leiki til að vinna og okkur langar til að lyfta bikarnum. Við eigum hann skilinn eftir sumarið!“ sagði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir, fyrirliði liðsins, við Austurfrétt um komandi úrslitaleik.


Í bókun bæjarráðs með gjöfinni segir: „Bæjarráð óskar Meistaraflokki kvenna hjá Fjarðabyggð, Hetti og Leikni til hamingju með árangur sinn í 2. deild og að flokkurinn færist upp í 1. deild á næsta ári.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.