Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. fær liðsstyrk

Spænski leikmaðurinn Paula Tur hefur gengið til liðs við Fjarðabyggð/Hött/Leikni F. í 2. deild kvenna í knattspyrnu.

Paula er fjölhæfur leikmaður frá Spáni sem getur leikið víða á vellinum. Hún hefur leikið á Spáni m.a. með Atlético Madrid.


Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. eiga nú þrjá leiki eftir í 2. deild en liðið er í efsta sæti deildarinnar. Fyrirkomulagið í 2. deild í ár er svo að efstu fjögur lið deildarinnar fara í úrslitakeppni þar sem skorið er úr um hverjir komast upp úr deildinni.


Staða Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis F. er vænleg eins og er en liðið keppir mikilvægan leik gegn Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda á laugardaginn næsta og með sigri í þeim leik ætti liðið að vera næst öruggt í úrslitakeppnina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.