Erna féll úr leik
Fellbæingurinn Erna Friðriksdóttir féll í seinni ferðinni í stórsvigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær en leikarnir fara fram í Vancouver í Kanada. Erna hefur þar með lokið þátttöku sinni á leikunum.

Bandaríkjakonan Alana Nichols var fljótust niður en tími hennar samanlagt var 2.57.57 mínútur.
Erna hefur þar með lokið keppni á leikunum en hún varð á mánudag fyrsti íslenski keppandinn í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra þegar hún keppti í svigi.