Einherji og Fjarðabyggð bættu við sig leikmönnum á síðasta degi

Karlalið Einherja og Fjarðabyggð bættu við sig nýjum leikmönnum áður en lokað var fyrir leikmannaviðskipti í íslenska boltanum um mánaðarmótin. Flest karlaliðin styrktu sig í sumarglugganum.


Fjarðabyggð fékk í gær leikheimild fyrir Mortin Levinsen, 22ja ára hávaxinn miðjumann. Hann var síðast á mála hjá Brönshöj BK og þar áður Ipswich Knights í Ástralíu. Liðið hafði áður fengið spænska miðjumanninn Enrqiue Rivas og Hafstein Gísla Valdimarsson að láni frá ÍBV.

Einherji fékk til sín Zhivko Dinev, þrítugan miðvörð sem að baki á landsleiki með U-17 og U-19 ára landsliðum Búlgara. Áður hafði liðið fengið landa hans Aleksandar Kirilov, 25 ára miðjumann.

Kvennalið Einherja styrkti sig því í gær fékkst loks leikheimild fyrir Jovönu Milinkovic sem æft hefur með liðinu síðan í vor.

Huginn fékk leikheimild fyrir tvo nýja Spánverja fyrir leikinn gegn Magna síðasta laugardag. Þeir voru báðir í leikmannahópnum en komu ekki inn á.

Dani Garcerán er 21 árs miðjumaður en Alberto Garcia Balta 25 ára miðvörður. Þeir eru báðir spænskir og koma frá CD Zenit. Áður hafði Huginn fengið Kifah Mourad frá Leikni og Pétur Óskarsson frá Vatnalilljum.

Leiknir bætti við sig þremur Litháum, Darius Jankauskas, Povilas Krasnovskis, Vitaly Barinov um leið og opnað var fyrir leikmannaviðskipti um miðjan júlí.

Karlalið Hattar bætir ekki við sig leikmönnum en missir fljótlega þá Steinar Aron Magnússon, Ragnar Pétursson og Breka Barkarson sem eru á leið í nám.

Engar breytingar hafa orðið á kvennaliði Fjarðabyggðar/Hugins/Leiknis.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar