Egill Rauði, kajakviðburður á Norðfirði

Kaj félag kajakræðara á Austurlandi heldur kajakviðburð á Norðfirði hvítasunnuhelgina.  Gert verður út frá Kirkjufjörunni.

egill_raudi_kajak.jpgEgill Rauði er kajakviðburður sem stendur frá föstudegi til mánudags 21-24.maí (hvítasunnuhelgina).  Fólk kemur víðsvegar að af landinu og erlendis frá einnig.  Gert er út frá félagsaðstöðu Kaj í Kirkjufjörunni á Norðfirði.  Viðburðurinn er fyrir bæði byrjendur sem lengra komna.

Í boði verða meðal annars kajaknámskeið hjá innlendum og bandarískum leiðbeinendum Dan Henderson og Dubside, sundlaugarnámskeið, námskeið á sjó, reipafimi og fyrirlestrar á kvöldin og á sunnudeginum verður keppt í sprettróðri, kajakveltum og reipafimi.

,,Landhelgisgæslan mun koma og gera með okkur björgunaræfingar úr þyrlu á laugardeginum, sennilega fyrir hádegi. Líklegt er að hliðra verði eitthvað til auglýstri dagskrá vegna þyrlunnar. Þetta er í fjórða skiptið sem Egill Rauði er haldinn á Austurlandi, en mótið var áður í Stykkishólmi og þar áður á Barðaströnd og hefur alltaf borið nafn landnámsmanna þeirra staða þar sem mótin hafa verið haldin. Sennilega eru 10 ár síðan mótin hófust, þau voru áður kennd við Eírík Rauða og Flóka Vilgerðarson", segir Ari Benediktsson formaður Kaj, félags kajakræðara á Austurlandi.

Allar nánari upplýsingar má finna HÉR.  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.