Deildir Hattar mætast til styrktar Rauða krossinum

hottur_kff_0019_web.jpgKörfuknattleiks- og knattspyrnudeildir Hattar mætast á miðvikudag í góðgerðarleik til styrktar Rauða krossinum. Fleiri deildir félagsins taka þátt í viðburðinum.

 

Liðin munu leika innanhússknattspyrnu af gamla taginu í 2 x 10 mínútur þar sem hvert mark mun telja sem 10 stig, en seinni hálfleikurinn verður síðan 2 x 10 mínútur af hefðbundnum körfuknattleik.

Fimleika- og frjálsíþróttadeildir munu sjá um skemmtiatriði í leikhléum og von er á nokkrum verulega spennandi leynigestum í leikinn.

Aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir eldri en 16 ára en kr. 500 fyrir 16 ára og yngri, en einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að styrkja átakið með frjálsum framlögum. Allur aðgangseyrir rennur beint til Héraðsdeildar Rauða Krossins og þess göfuga starfs sem þau samtök vinna á Héraði, meðal annars við fjölskylduhjálp.

Þessi spennandi viðureign fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, miðvikudaginn 28. desember og hefst hún kl. 18:30.

Hugmyndin er fengin frá Keflvíkingum sem staðið hafa fyrir slíkum leikjum í nokkur ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.