Deildakeppnin klárast í blakinu

Engir áhorfendur verða heimilaðir á síðustu leikjum Mizunu-deildanna í blaki. Deildakeppninni verður lokið um helgina.

Blakið er eins og aðrar íþróttir að hefjast á ný eftir mánaðarlangt keppnisbann vegna Covid-faraldursins.

Leikjunum sem fara áttu fram meðan bannið var hefur verið aflýst og því klárast deildakeppnin um helgina. Hins vegar hefur úrslitakeppninni verið breytt þannig að öll liðin fara í hana en staða þeirra í deildinni ræður hvort þau fái heimaleikjarétt.

Kvennalið Þróttar leikur í kvöld klukkan 19:00 gegn KA í Neskaupstað. Kvennaliðið er í fimma sæti deildarinnar og gæti með sigri lyft sér upp í það fjórða, gegn því að önnur úrslit verði hagstæð. Skammt á eftir í sjötta sætinu er Þróttur Reykjavík.

Karlaliðið tekur svo á móti Vestra klukkan 14:00 á morgun. Það er í sjötta sæti af níu en gæti með sigri náð fjórða sætinu.

Ákveðið var í samráði Blaksambandsins og félaganna að engir áhorfendur verði á leikjum helgarinnar til að efla sóttvarnir. Hins vegar verða leikirnir sendir út á vegum Þróttar.

Mynd: Blakdeild Þróttar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.