Orkumálinn 2024

Brynjar Snær: Vissum strax í upphituninni að við værum að fara að vinna

Brynjar Snær Grétarsson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Hattar sem fyrr í kvöld tryggði sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð með 99-70 sigri á Álftanesi, segir leikmenn þess hafa allan leikinn hafa verið sigurvissa.

„Við vissum strax í upphituninni að við værum að fara að vinna. Við sáum það var stemming okkar megin en dautt hinu megin,“ sagði Brynjar Snær eftir leikinn.

Höttur fylgir þar með Haukum upp í úrvaldeildina. Haukar unnu deildina og fara beint upp meðan Höttur þurfti í úrslitakeppni þar sem það tapaði ekki leik, vann Fjölni og Álftanes í þremur leikjum hvort lið.

Í undanúrslitunum þurfti Álftanes fimm leiki gegn Sindra og Brynjar Snær segir það hafa gefið Hetti forskot. „Við fengum viku í hvíld meðan þeir voru í fimm leikja baráttu gegn Sindra. Það gaf okkur forskot sem við nýttum vel. Þeir orðnir dauðþreyttir, við fundum þreytuna á þeim strax í fyrsta leik.“

Meðal annars vegna þess fagna Hattarmenn í kvöld. „Tilfinningin er helvíti góð. Við höfum stefnt að þessu síðan 15. maí í fyrra og við náðum takmarkinu. Við fögnum í kvöld en á morgun er þetta gleymt. Við njótum augnabliksins – það er geggjað!“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.