Orkumálinn 2024

Bræðrabardagi í körfunni: Við erum vanir að spila einn á einn

karfa_hottur_thorthorlaks_0051_web.jpgBræðurnir Viðar Örn og Jónas Ástþór Hafsteinssyni voru í sitt hvoru liðinu þegar Höttur tók á móti Þór Þorlákshöfn í 1. deild karla í körfuknattleik nýverið. Jónas fékk það hlutverk að dekka stóra bróður sinn seint í leiknum.

 

Viðar spilar með Hetti en Jónas með Þór. Hann sat lengst af á bekk gestanna en kom inn á í seinasta leikhluta og var þá falið að gæta bróður síns.

„Það er alltaf erfitt að dekka viðar, hann er góður sóknarmaður. Það er erfitt fyrir mig að stoppa skotin hans þar sem ég er minni. Við höfum samt oft spilað einn á einn þegar við höfum verið að leika okkur.“

Fataval Jónasar vakti nokkra athygli en hann var í sokkum með merki Hattar en í búningi gestanna úr Þorlákshöfn. „Það varð að vera eitthvað Hattartengt fyrst maður var að koma heim.“

Þór vann leikinn 80-106. Í samtali við Agl.is sagði Viðar að gaman hefði verið að kljást við bróður sinn. „Það er samt ekkert mál að skjóta yfir hann, hann er svo lítill!“

Höttur vann um seinustu helgi FSu 80-100. Daniel Terrell var stigahæstur í liði Hattar með 22 stig. Hann tók að auki 14 fráköst og sendi 14 stoðsendingar. Omar Khanani, nýr útlendingur í liði Hattar, spilaði sinn fyrsta leik með liðinu.

Höttur heimsækir Val á Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Karlalið Þróttar Neskaupstað spilar í kvöld og á morgun í bikarkeppninni í blaki. Leikið verður í Ásgarði í Garðabæ.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.