Borja og Valal ekki áfram hjá Þrótti

Spænsku blakþjálfararnir Borja Vicente og Ana Vidal Valal láta af störfum fyrir blakdeild Þróttar Neskaupstað að lokinni yfirstandandi leiktíð.

Þetta var tilkynnt af hálfu deildarinnar í gærkvöldi. Samningur þeirra rennur út í lok leiktíðarinnar og hefur verið ákveðið að þau snúi sér að öðrum verkefnum. Í tilkynningunni segir að ekki sé enn ljóst hver þau verði.

Ana og Borja komu fyrst til Neskaupstaðar haustið 2015, hún tók við þjálfun karlaliðsins auk þess að spila með kvennaliðinu en Borja spilaði með karlaliðinu. Þau þjálfuðu einnig yngri flokka.

Að lokinni þeirri leiktíð tók Borja við við kvennaliðinu auk þess sem þau urðu yfirþjálfarar yngri flokka.

Hátindur árangurs þeirra með var í fyrra þegar kvennaliðið vann alla þá titla sem í boði var, Íslands- deildar- og bikarmeistaratitil. Veturinn í ár reyndist erfiður og hvorki karla- né kvennaliðið komst í úrslitakeppni.

Hjónin tóku í fyrra að sér þjálfun landsliða fyrir Blaksambands Íslands og sinna þeim út maímánuð. Þá verða þau með yngri flokkum Þróttar á móti í Mosfellsbæ eftir rúma viku.

Í tilkynningu Þróttar segir að leit að nýjum þjálfurum sé hafin og vonast til að samningar náist fljótlega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.