Orkumálinn 2024

Bongóblíðu spáð á Sumarhátíð UÍA um helgina

„Það er sko ekkert verið að grínast með spána, það verður bongóblíða,” segir Gréta Sóley Arngrímsdóttir, um Sumarhátíð UÍA, sem fram fer á Egilsstöðum um helgina.



Það er löng hefð fyrir því á Austurlandi að koma saman á Sumarhátíð UÍA. Mótið er einstök skemmtun sem dregur fólk úr öllum áttum saman í leik og almennt glens. Í ár verður engin breyting þar á en dagskráin er fjölbreytt og er eitthvað í boði fyrir alla.

„Skráningin er í fullum gangi og það raðast inn þátttakendur. Á sunnudaginn geta fimm ára og yngri keppt í boltakasti, langstökki og 60 metra spretthlaupi. Einnig verður keppt í „pútti” eldri borgara, þannig að segja má að hægt sé keppa nánast frá fæðingu til dauða.

Við erum sérstaklega spennt yfir nýjum dagskárlið, góðgerðarmóti UÍA sem fram fer á föstudag. Þar verður safnað fyrir geðheilbrigðissvið HSA, en keppt verður í frjálsum íþróttum, stígvélakasti, vítaspyrnu og prjónakeppni. Við viljum sérstaklega hvetja fólk til þess að mynda boðhlaupssveitir og skrá sig til leiks, en því fleiri þátttakendur, því meiri peningur í þetta verðuga verkefni,” segir Gréta Sóley, en auk þátttökugjald er 1500 krónur, en auk þess er tekið við frjálsum framlögum sem allt rennur óskipt til málefnisins.

Skránigu á mótið lýkur á föstudag, en nánari upplýsingar má finna hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.