Orkumálinn 2024

Blak: Tímabilinu lokið eftir ósigur gegn KA - Myndir

Keppnistímabilinu hjá kvennaliði Þróttar í blaki lauk í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir KA í seinni leik félaganna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þjálfari liðsins kveðst þó ánægður með veturinn.

Fyrstu tvær hrinurnar voru nokkuð jafnar en KA vann þá fyrstu 21-25.

Í annarri hrinunni skiptust liðin á löngum sóknum og sýndu fínasta blak þegar þegar hvort lið hafði skorað 12 til 14 stig. Eftir að jafnt var 14-14 sigldi KA fram þegar móttaka Þróttar versnaði. Þróttur klóraði í bakkann í lokin, hrinan endaði 22-25.

Norðanliðið hafði yfirburði í þriðju hrinunni. Þróttarliðið náði sér aldrei á strik í henni en sat síðan fast í tólf stigum meðan KA breikkaði bilið. Þó nokkrar uppgjafir Þróttar fóru í netið og þegar tókst að stilla upp fyrir kantanna í sókninni var hávörn KA fyrir.

Undir lokin fengu yngri leikmenn tækifæri. Heldur lagaðist leikur Þróttar við það en úrslitin voru ráðin og KA vann hrinuna 15-25. Þar með tryggði liðið sér sæti í úrslitum eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna á fimmtudag.

Reynslan gaf KA forskot

„Við virtumst alltaf gefa eftir um miðbik hrinanna og gerðum of mörg mistök í uppgjöfum. Kannski var smá stress í okkur en KA liðið hefur meiri reynslu sem er ígildi nokkurra stiga í forskot,“ sagði Melero, þjálfari Þróttar, eftir leikinn.

„Ég held að liðið hafi verið búið að missa vonina þegar komið var fram í þriðju hrinu. Ég reyndi að fá þær til að berjast til loka og þær reyndu en það var við deildarmeistarana að eiga.“

Liðið lék í gærkvöld án Heiðu Elísabetar Gunnarsdóttur, sem er flutt af svæðinu og gat ekki mætt til leiks. Það var skarð í Þróttarliðinu sem oft hefur verið án lykilmanna í vetur. „Bæði Heiða og Ester (Rún Jónsdóttir) hafa glímt við meiðsli í vetur. Einherra hluta vegna hefur okkur alltaf vantað einn leikmann í hvern einasta leik,“

Markmið tímabilsins náðust

Hann sagði tímabilið samt hafa verið gott. „Það verður að teljast gott því við komumst í undanúrslit bæði Íslandsmóts og bikarkeppninnar. Fyrirfram var vitað að KA og Afturelding væru yfirburðalið, síðan voru það Álftanes, HK og kannski við.“

Melero var ánægður með þá ungu leikmenn sem komu inn á í lokin. „Ég treysti þeim því ég hef séð til þeirra þau fjögur ár sem ég hef verið hér og þekki inn á styrkleika þeirra. Við verðum að byggja upp reynslu því það er alltaf viðbúið að einhverjir leikmenn fari eftir tímabilið. Þess vegna gaf ég yngri stelpum tækifæri í kvöld og þær spiluðu virkilega vel.“

Melero tók við liðinu í byrjun mars þegar þrír leikir voru eftir af Íslandsmótinu auk undanúrslita bikarkeppninnar. Hann segir framtíðina sína framtíð óráðna en gaf til kynna hann væri tilbúinn að vinna áfram með liðnu. „Vonandi en ég veit ekkert enn. Ég á eftir að tala við stjórnina.“

Blak Throttur Ka April22 0001 Web
Blak Throttur Ka April22 0005 Web
Blak Throttur Ka April22 0009 Web
Blak Throttur Ka April22 0014 Web
Blak Throttur Ka April22 0017 Web
Blak Throttur Ka April22 0020 Web
Blak Throttur Ka April22 0023 Web
Blak Throttur Ka April22 0037 Web
Blak Throttur Ka April22 0046 Web
Blak Throttur Ka April22 0048 Web
Blak Throttur Ka April22 0066 Web
Blak Throttur Ka April22 0067 Web
Blak Throttur Ka April22 0068 Web
Blak Throttur Ka April22 0069 Web
Blak Throttur Ka April22 0072 Web
Blak Throttur Ka April22 0081 Web
Blak Throttur Ka April22 0084 Web
Blak Throttur Ka April22 0097 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.