Orkumálinn 2024

Blak: Þetta eru ótrúleg úrslit fyrir okkur – Myndir

Þróttur Neskaupstað lauk keppni í Mizunu-deild kvenna í blaki á föstudagskvöld með mögnuðum 3-2 sigri á KA í leik sem tók tvo og hálfan tíma. Þróttarliðið tapaði fyrstu tveimur hrinunum en snéri leiknum við og vann tvær síðustu hrinurnar eftir upphækkun.

Fyrirfram áttu flestir von á sigri KA, enda vann liðið nokkuð örugglega 0-3 þegar liðin mættust í Neskaupstað í febrúar og endurspeglaði staðan í deildinni þar.

Akureyrarliðið fór betur af stað og vann fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 18-25. Gestirnir höfðu líka undirtökin í annarri hrinu, voru mest yfir 12-19. Þróttarliðinu gekk illa að taka á móti boltanum framan af, en tókst að ná laga þá vankanta og minnka muninn niður í 19-21 og svo 22-23 áður en KA skoraði síðustu tvö stigin.

Þróttur snýr við leiknum

Þróttur byrjaði þriðju hrinuna af sama sjálfstrausti og það hafði sýnt þegar á leið aðra hrinuna og skoraði fyrstu fimm stigin. KA minnkaði í 7-6 en Þróttur tók aftur rispu og komst í 15-8. KA svaraði aftur náði forskotinu niður í 20-18 en Þróttur hélt alltaf forustunni og vann 25-20.

KA var yfir í fjórðu hrinu upp í 13-14, fyrst jafnaði Þróttur og komst loks yfir 17-16. Í hönd fóru nokkuð æsilegar mínútur. Þróttur var yfir, mest 24-21 og hefði getað klárað hrinuna en KA jafnaði. Þróttur komst í 25-24 en KA skoraði tvö stig í röð og hefði þar með getað unnið hrinuna og leikinn en aftur jafnaði Þróttur. Tvisvar í viðbót komst KA í aðstöðu til að klára dæmið, var yfir 27-28 en þá skoraði Þróttur 3 stig í röð, vann loks hrinuna 30-28 og knúði fram oddahrinu.

Þróttur byrjaði hana betur, svo komst KA yfir með að breyta stöðunni úr 6-4 í 6-8, Þróttur komst í 9-8, var yfir 13-11 en KA komst í 13-14 og aftur 14-15. En eins og í fyrri hrinunni komu þá þrjú stig frá Þrótti í röð og liðið vann hrinuna 17-15 og leikinn þar með 3-2.

Svona spilar liðið á æfingum

„Þetta eru ótrúleg úrslit fyrir okkur. Ég er mjög glaður, ekki bara því við unnum heldur því sem liðið sýndi. Þær eru alltaf svona á æfingum, berjast hörku en það getur verið erfitt að sýna það í leikinn. Í kvöld sá ég liðið mitt spila leikinn eins og það æfir,“ sagði Gonzalo Garcia, þjálfari Þróttar eftir leikinn.

„Ég get ekki sagt nákvæmlega um hvað snéri leiknum okkur í vil. Við breyttum í sjálfu sér engu. Það tók okkur tíma að átta okkur á hvert þær sendu boltann í uppgjöfum og móttakan hjá okkur í fyrstu tveimur hrinunum var slök. Þegar við fórum að geta tekið á móti boltanum tókst okkur að byggja upp sendingar til að geta smassað.

Þetta var mjög spennandi leikur fyrir okkar lið. Við erum kannski ekki með besta lið deildarinnar, mjög ungt en við lögðum upp með það fyrir tímabilið að finna lausn á hverju vandamáli. Að keppa í deildinni hefur síðan eflt okkur. Ég vona að við getum endurtekið svona spilamennsku.“

Úrslitakeppnin hefst á morgun

Með leiknum lauk keppni í úrvalsdeild kvenna en ekki náðist að ljúka öllum leikjum vegna Covid-faraldursins. Liðunum var því raðað út frá meðalfjölda stiga í hverjum leik og varð Þróttur í 5. sæti með 0,67 stig.

Vegna þessa verður úrslitakeppnin í ár með breyttu sniði, liðin í 3. – 6. sæti spila um tvö laus sæti í undanúrslitum. Þróttur mætir því Álftanesi í tveimur leikjum, sá fyrri verður í Neskaupstað annað kvöld en á útvelli á föstudagskvöld.

„Þetta hefur verið sérstakt tímabil því það hefur stöðvast og farið af stað á víxl. Við slíkar aðstæður skiptir máli að halda einbeitingu leikmanna. Þessi sigur er mikilvægur til að við höfum trú á okkur gegn Álftanesi,“ sagði Gonzalo að lokum.

Tinna Rut Þórarinsdóttir varð stigahæst Þróttarliðsins með 19 stig, Ester Rún Jónsdóttir setti 14 og Maria Jimenez 13.

Úrvalsdeild karla lýkur í vikunni en Þróttur spilaði þó sinn síðasta leik á laugardag þegar liðið vann Vestra 3-1 eða 25-22, 25-18, 17-25 og 25-21 í hrinum.

Blak Throtturn Ka April21 0002 Web
Blak Throtturn Ka April21 0003 Web
Blak Throtturn Ka April21 0005 Web
Blak Throtturn Ka April21 0009 Web
Blak Throtturn Ka April21 0012 Web
Blak Throtturn Ka April21 0017 Web
Blak Throtturn Ka April21 0054 Web
Blak Throtturn Ka April21 0059 Web
Blak Throtturn Ka April21 0060 Web
Blak Throtturn Ka April21 0063 Web
Blak Throtturn Ka April21 0079 Web
Blak Throtturn Ka April21 0082 Web
Blak Throtturn Ka April21 0083 Web
Blak Throtturn Ka April21 0111 Web
Blak Throtturn Ka April21 0128 Web
Blak Throtturn Ka April21 0134 Web
Blak Throtturn Ka April21 0137 Web
Blak Throtturn Ka April21 0147 Web
Blak Throtturn Ka April21 0153 Web
Blak Throtturn Ka April21 0158 Web
Blak Throtturn Ka April21 0161 Web
Blak Throtturn Ka April21 0164 Web
Blak Throtturn Ka April21 0172 Web
Blak Throtturn Ka April21 0176 Web
Blak Throtturn Ka April21 0179 Web
Blak Throtturn Ka April21 0182 Web
Blak Throtturn Ka April21 0187 Web
Blak Throtturn Ka April21 0189 Web
Blak Throtturn Ka April21 0191 Web
Blak Throtturn Ka April21 0210 Web
Blak Throtturn Ka April21 0216 Web
Blak Throtturn Ka April21 0219 Web
Blak Throtturn Ka April21 0222 Web
Blak Throtturn Ka April21 0230 Web
Blak Throtturn Ka April21 0233 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.