Blak: Sjö í U-17 ára landsliðunum á Norðurlandamóti

Sjö austfirsk ungmenni voru í U-17 ára landsliðunum í blaki sem í síðustu viku tóku þátt í opna Norðurlandamótinu í blaki sem fram fór í Ikast í Danmörku.

Stelpurnar byrjuðu vel með 3-0 sigri á Grænlandi en töpuðu síðan með þeirri tölu gegn Danmörku og Noregi í riðlakeppninni. Liðið stóð aðeins í norska liðinu en var rótburstað af því danska.

Í milliriðli tapaði liðið fyrir Færeyjum 3-1 og síðan Svíþjóð 3-0 áður en það vann Grænland aftur 3-0 í leik um sjöunda sætið.

Í liðinu voru þær María Bóel Guðmundsdóttur og Freyja Karín Þorvarðardóttir úr Þrótti og Heiðbrá Björgvinsdóttir úr Leikni Fáskrúðsfirði. Ana Vidal, aðalþjálfari liðsins, kemur úr Þrótti.

Strákarnir töpuðu öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en 3-0 en leikið var gegn Finnum, Dönum og Norðmönnum. Í leik um sæti vann það England 3-2.

Hlynur Karlsson var fyrirliði drengjaliðsins en auk hans voru í hópnum Sölvi Páll Sigurpálsson, Börkur Marinósson og Kári Kresfelder Haraldsson. Borja Vicente og Ragnar Ingi Axelsson þjálfa liðið en allir koma þeir úr Þrótti Neskaupstað.

Stúlknalandsliðið í Ikast. Mynd: Blaksamband Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.