Blak: Reynsluleysi akkilesarhæll liða Þróttar

Karlalið Þróttar náði fjórum stigum út úr tveimur leikjum við Álftanes um helgina meðan kvennaliðið tapaði sínum leik. Þjálfari liðsins segir misjafnt gengi beggja liða í vetur eiga rót sína í reynsluleysi.

Álftanes kom í heimsókn um helgina, karaliðin léku tvo leiki en kvennaliðin einn. Þrótti gekk betur í karlaleikjunum, vann fyrri leikinn á laugardag 3-1 eða 25-16, 23-19, 23-25 og 26-24 í hrinum.

Í seinni leiknum í gær vann Álftanes 2-3 eða 22-25, 19-25, 25-11, 25-19 og 9-15 sem skilaði liðinu fjórum stigum. Eftir leikinn er Þróttur með jafnmörg stig og Afturelding en liðin berjast um fjórða sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor.

„Í mínum huga er KA með langsterkasta lið deildarinnar og HK það næst besta. Hin liðin berjast um sæti í úrslitakeppninni. Við eigum eftir að mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ og ef við getum náð sigri þar og svo stigi gegn KA eða HK gætum verið í ágætri stöðu,“ segir Borja Vicente, annar þjálfara Þróttarliðanna en Kópavogsliðið kemur austur um næstu helgi.

Hann var ánægður með fyrri leik karlaliðsins. „Galdur (Máni Davíðsson) og Kristján (Pálsson) voru mjög góðir í blokkinni, en þeim gekk vel því móttakan og uppspilið hjá liðinu var góð. Við erum lið sem treystir á uppspilið því við erum ekki með sterka smassara og þetta gekk ekki jafn vel hjá okkur í seinni leiknum.

Við getum samt verið ánægð því við erum með yngsta lið deildarinnar. Það eflist með reynslunni en það tekur tíma að fá hana,“ sagði Borja.

Vantar leikmann til að taka af skarið

Kvennaliðið tapaði 0-3 eða 15-25, 26-28 og 21-25 í hrinum. Eftir frábæran sigur á efsta liði deildarinnar, KA, í lok nóvember hefur Þróttur tapað fimm leikjum í röð og er sem stendur í fimmta sæti, eða utan úrslitakeppni.

„Það hafa orðið svo miklar breytingar frá í fyrra að hægt er að tala um nýtt lið. Við erum með marga unga leikmenn og þeir virðast stundum eiga erfitt uppdráttar undir mikilli pressu. Það virðist oft vanta leiðtoga sem vill fá boltann þegar leikirnir eru jafnir. Við erum að vinna í okkar leik því við vitum að við getum betur,“ segir Borja.

Liðið fær HK í heimsókn um næstu helgi. „HK hefur líka verið brokkgengt. Elísabet Einarsdóttir er trúlega besti leikmaður landsins og við þurfum að finna leið til að stöðva hana

Mynd: Blakdeild Þróttar


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.