Blak: Karlaliðið tapaði á Ísafirði

Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki tapaði leik sínum um síðustu helgi gegn Vestra á Ísafirði 3-0.

Ísfirðingar höfðu yfirburði í fyrstu tveimur hrinunum sem þeir unnu 25-19 og 25-18.

Þróttur átti möguleika í þriðju hrinu. Var yfir 10-12 en fékk þá á sig fjögur stig í röð. Þrótti tókst eftir að að jafna, síðast í 18-18 en þá skoruðu Vestfirðingar tvö stig í röð og unnu 25-22.

Miguel Melero og Jaime Vargas voru atkvæðamestir hjá Þrótti sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Bæði karla og kvennalið Þróttar spila útileiki gegn HK um helgina.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.