Orkumálinn 2024

Blak: HK hafði betur í fyrsta leik

HK hafði betur gegn Þrótti Neskaupstað, 3-0, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki í gær.

HK fór mun betur af stað, vann fyrsti hrinu 25-18 og aðra 25-17.

Þrótti gekk betur í þriðju hrinu, var mest yfir 11-15 og með yfirhöndina fram að 15-18 þegar fjögur stig heimaliðsins breyttu stöðunni í 19-18.

Þróttur tók leikhlé og jafnaði í 19-19 en HK var komið með stjórnina, vann hrinuna 25-22 og leikinn þar með 3-0. Liðið batt þar með enda á þriggja leikja sigurgöngu Þróttar.

Liðin mætast öðru sinni í Neskaupstað á laugardag. Liðið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í úrslit. Í hinni undanúrslitaviðureigninni vann Afturelding KA 3-2.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.